Daði Berg
Drengurinn minn var nefndur 17. júní og heitir Daði Berg. Annars var hann 1. mánaðar gamall í gær 11. júlí og hefur að mínu mati stækkað mjög mikið. Allt gengur mjög vel og ótrúlegt hvað tíminn er búinn að vera fljótur að líða. Verst að veðrið er ekki búið að vera betra þannig að við gætum verið meira úti en Daði er nefnilega búinn að vera smá kvefaður og ég vil ekki hætta á að hann verði veikur. Hvað er annars með þetta sumar ætlar það ekkert að fara að láta á sér bera að einhverjum krafti?
4 Comments:
Nei, ég held ekki. Sumarið kemur ekki fyrr en ég hætti í sumarfrí og fer að gera eitthvað að viti ;)
By
Fjola, at 4:38 PM
Hæ hæ Gréta,
Ég frétti af þessari síðu og mátti til með að óska ykkur Jónsa til hamingju með frumburðinn, svakalega flottur strákur sem þið eigið og til hamingju með þetta fallega nafn.
Bestu kveðjur, Erna, Arnór Steinn og Berglind Björt
By
Sveinbjorn, at 3:47 AM
Til hamingju með nafnið - rosalega flott. Gott og íslenskt og líka frumlegt. Fimm stjörnur :D
Kveðjur úr steikjunni (væri ALVEG til í Íslenskt "sumarveður").
Knús, knús :D
By
Nielsen, at 4:18 AM
Takk fyrir kveðjurnar Erna, Arnór og Berglind. Þetta er alveg frábært. Vonandi gengur allt vel hjá ykkur.
Kærar kveðjur,
Gréta og Daði Berg
By
Greta Maria, at 7:43 AM
Post a Comment
<< Home