Lífið í Naustabryggjunni

Wednesday, July 12, 2006

Daði Berg

Drengurinn minn var nefndur 17. júní og heitir Daði Berg. Annars var hann 1. mánaðar gamall í gær 11. júlí og hefur að mínu mati stækkað mjög mikið. Allt gengur mjög vel og ótrúlegt hvað tíminn er búinn að vera fljótur að líða. Verst að veðrið er ekki búið að vera betra þannig að við gætum verið meira úti en Daði er nefnilega búinn að vera smá kvefaður og ég vil ekki hætta á að hann verði veikur. Hvað er annars með þetta sumar ætlar það ekkert að fara að láta á sér bera að einhverjum krafti?