Hvernig leggjast kosningarnar í þig?

Þá er runninn upp sá dagur sem margir hafa beðið eftir óþreyjufullir, sjálfur kosningadagurinn. Það sem er eflaust best við þennan dag er að núna verður póstkasssinn ekki yfirfullur af kosningaráróðrir ásamt því að símtölum mun eflaust fækka í Naustabryggjuna.
Að undanförnu þegar að póstkassinn hefur verið opnaður hafa nefnilega hrunið út úr honum bæklingar um hvað hver ætli að gera á næstu fjórum árum og þegar símanum hefur verið svarað er ósjaldan á hinum endanum einhver frá flokkunum að spyrja hvernig kosningarnar leggist í mann eða þá einhver sem er að framkvæma könnum á fylgi flokkanna.
Það er samt ótrúlegt hvað tímarnir breytast fljótt. Eftir að hafa fengið símtal varðandi kosningarnar um daginn varð mér hugsað til fyrstu kosninganna sem ég man eitthvað eftir. Það var á Flateyri og voru eflaust sveitarstjórnarkosningar þegar ég var 9 ára. Þarna var um hatramma baráttu grunnskólakrakka að ræða sem skiptust í tvær fylkingar, eina bláa og aðra rauða allt eftir því hvar foreldrara þeirra stóðu í þessum efnum. Ekkert var farið leynt með hvar hver stóð og bárum við barmmerki um stöðu okkar. Ekki man ég þó eftir að einhver barátta hafi verið áfram eftir að kosningum lauk.
Hvort að stemmningin sé ennþá svona út á landi veit ég ekki. Ég hef a.m.k. ekki séð eða heyrt af neinni kosningarbaráttu meðal grunnskólanemenda í borginni. Spurningin er því hvort að kosningarnaráróður í dag sé eins áhrifaríkur og fyrir 16 árum? Ég get fullyrt að meiri tími og peningar er í kosningarbaráttu í dag en þá, a.m.k. mun meiri póstur og fleiri símtöl að ótöldum öllum auglýsingunum.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home