Táraflóð

Viðkvæmni er víst algeng á meðgöngu og á ljosmodir.is segir
Viðkvæmni er afar algeng á meðgöngu og getur komið fram hvenær sem er á meðgöngu. Ástæðan getur verið sambland af mörgum þáttum. Fyrst og fremst eru miklar breytingar á hormónabúskap líkamans á meðgöngu sem geta valdið skapsveiflum. Einnig getur andlegt álag aukið líkurnar á skapsveiflum.
Ég verð að játa að maður hefur ekki farið varhluta af þessu. Í síðustu viku lenti ég tvisvar í táraflóði (vægt til orða tekið) og þurfti ekki mikið til. Í fyrra skiptið var ég að horfa á fæðingu úr þættinum Fyrstu skrefin. Ég missti af þessu í sjónvarpinu og horfði því á þetta á netinu. Ég var búin að heyra að allt hefði gengið vel hjá stelpunni. Það fannst mér nú aldeilis ekki og undir lokin fór ég að hágráta því ég fann svo til með stelpunni sem var að fæða að þurfa að ganga í gegnum þetta. Svo í gærkveldi var verið að sýna "Georg of the jungle returns" að ég held. Ég kem inn í myndina þar sem tengdarmamman er að tala við Georg í símann og það endar með því að ég fer að háskæla því tengdarmanna var svo vond við Georg að hann fór í burtu.
Það er því nokkuð ljóst að þegar farið verið í bíó á næstunni að vanda verður valið þannig að maður endi ekki ekka. Svo var ég að panta miða á Litlu hryllingsbúðina en sem betur fer þekkir maður þá sögu þannig að maður verður undirbúinn þegar Auður fer að borða fólkið.
2 Comments:
Hahahahaha!
Þú gætir þó farið að skæla af hræðslu því ekki minnir mig að mannætuplantan hafi verið eitthvað annað en gífurlega grimm og ógnvekjandi.
Taktu allavega tissjú með þér ljúfan.
By
Nielsen, at 1:47 AM
heheh... já borgar sig að vera undirbúin fyrir allt...hafa nóg af tisjúi með ;)
By
Gudny, at 8:39 AM
Post a Comment
<< Home