Lífið í Naustabryggjunni

Monday, April 24, 2006

Hilaríus

Þó svo að yfirskriftin í dag beri með sér að viðfangsefni skrifanna sé fyndið þá er það þvert á móti alvarlegt. Í dag eru tveir mánuðir þar til áætluð fæðing á að eiga sér stað og ekki seinna vænna að fara að velta fyrir sér nöfnum. Talsverð ábyrgð fylgir nafnavali og því verður að vanda valið. Í fyrra var nafnið Hilaríus samþykkt af mannanafnnefnd. Þar sem að þetta var ekki eina nafnið sem mér fannst skrítið ákvað ég að kynna mér á hverju mannanafnanefnd byggir úrskurði sýna. Eftirfarandi fannst á http://www.rettarheimild.is/DomsOgKirkjumala/Mannanafnaskra/Um_nofn

Hvernig má nafnið vera?
Nafnið þarf að geta tekið íslenskri eignarfallsendingu eða hafa unnið sér hefð í íslensku máli.
Það má ekki brjóta í bág við íslenskt málkerfi.
Það skal ritað í samræmi við íslenskar ritvenjur nema hefð sé fyrir öðrum rithætti þess.
Það má ekki vera þannig að það geti orðið þeim sem ber það til ama.
Stúlku má aðeins gefa kvenmannsnafn og dreng aðeins karlmannsnafn.


Það sem vakti athygli mína var ....til ama.
Byrjum á nokkrum dæmum um nöfn sen hafnað var árið 2005:
Hafurð, Dúnhaugur, Lusifer, Leif, Hnikarr og Satanía.
Svo nokkrum sem voru samþykkt:
Hilaríus, Snæringu, Ljósálfur, Annas, Dreki, Loðmfjörð, Bíbí, Klementína, Þoka og Súla.

Dæmi nú hver fyrir sig!

5 Comments:

 • Ljósálfur Dreki Hilaríusson, það er sko nafn. Ekkert smá íslenskt.

  By Blogger Sigrun Lilja, at 5:45 AM  

 • Ég er svolítið konnfjúsd?

  Væri Loðmfjörð ekki gælunafn á einhvern sem heitir Loðmundarfjörður????

  Ég legg til að þið skrifið þessari ágætu nefnd og biðjið um nafnið Súðavík (ertu ekki annars ættuð þaðan) og þið getið kallað barnið Súða.

  Svo ef barnið ykkar ruslar mikið til kallið þið "Súði sóði!!!"

  By Blogger Nielsen, at 11:20 PM  

 • Þetta er alveg magnað hvaða nöfn mannanafnanefnd leyfir...... En Nielsen ég held að þú yrðir góð í þessari nefnd;)

  By Blogger Rikey Huld, at 5:29 AM  

 • Já og þegar Dóra eignast barn getur hún skírt Ísa.

  By Blogger Greta Maria, at 7:06 AM  

 • haha Dúnhaugur!! vildi e-r virkilega skíra barnið sitt haug! það er hilaríus

  By Blogger Sigrun, at 10:28 AM  

Post a Comment

<< Home