Lífið í Naustabryggjunni

Sunday, March 26, 2006

Loksins

Eftir að hafa haft í nógu að snúast síðan ég kom heim fann ég mig allt í einu velta því fyrir mér hvað ég ætti að gera. Það var því ekki annað í stöðunni en að taka fram tölvuna enda ADSL sett upp í síðastliðinni viku og byrja að blogga, en hvar ætti maður svo að byrja eftir að hafa verið í burtu frá blogginu í 3 mánuði?

Við erum allavega flutt í Naustabryggjuna og erum búin að koma okkur nokkuð vel fyrir. Í vikunni munu fyrstu formlegu gestirnir koma og eru það að sjálfsögðu meðlimir Saumavélarinnar. Annars líkar mér nokkuð vel hér, var með efasemdir í byrjuna en það er satt sem þeir segja að heima er best og skiptir þá engu hvar maður á heima.

Núna er ég komin 6 mánuði á leið (sett 24. júní) og allt hefur gengið vel. Að vísu safnast smá bjúgur í líkamann yfir daginn en ekkert til að gera mál útaf. Ég er búin að vera í 2 vikur í meðgöngsundi sem er mjög fínt. Þetta eru nokkrar æfingar í 40 mín. og fínt að fara og gera eitthvað. Félagsskapurinn er fínn þar sem allir eiga eitthvað sameiginlegt og nóg að spjalla um. Þessar með reynslu hafa nóg að segja þeim sem eru með fyrsta barn.

Ég læt þetta duga í bili og vona að einhverjir séu ánægðir með að fá loksins fréttir. Annars er ýmislegt sem maður hefur verið að velta fyrir sér og gefur tilefni til að blogga þannig að næsta blogg mun ekki láta bíða eftir sér í 3 mánuði.